Erlent

Gripnir glóð­volgir við að stela úr tösku á Tenerife

Máni Snær Þorláksson skrifar
Frá Reina Sofía flugvellinum á Tenerife.
Frá Reina Sofía flugvellinum á Tenerife. Getty/EyesWideOpen

Tveir hlaðmenn á Reina Sofía flugvellinum á Tenerife hafa verið handteknir fyrir að stela úr tösku eins farþega. Íslendingar eru þó á því að fleiri hafi orðið fyrir barði þjófa á flugvellinum.

Samkvæmt staðarmiðlinum Canarian Weekly voru hlaðmennirnir gripnir glóðvolgir af almannavörðum sem voru að sinna reglubundnu eftirliti. Hlaðmennirnir hafi stolið munum farþegans á meðan þeir voru að raða töskunum í flugvélina.

Málið er nú til rannsóknar og segjast yfirvöld á flugvellinum vonast til að réttlætinu verði fullnægt.

Fullyrða að fórnarlömbin séu fleiri

Í frétt Canarian Weekly er aðeins talað um að einn farþegi hafi orðið fyrir barðinu á þjófunum. Íslenskir aðdáendur Tenerife eru þó á því að þeir hafi verið fleiri og að þetta sé alls ekki einsdæmi.

Í Facebook hópnum Tenerife tips, þar sem Íslendingar deila ráðum um eyjuna fögru, fór af stað umræða um þjófana. Íslendingar í hópnum segja að farið hafi verið í töskur þeirra í fyrrasumar og í síðustu viku. Fullyrt er að fórnarlömb þjófanna skipti tugum.


Tengdar fréttir

Nýtur að­stoðar Ís­lendinga við að góma þjóf á flug­vellinum á Tenerife

Harpa Rós Júlíusdóttir hefur síðustu vikur reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Hún segir atvik þegar jólagjöfum var rænt af íslenskri fjölskyldu á flugvellinum hafi verið það sem kom henni af stað. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×