Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 06:37 Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh í dómsal í gær. AP Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10