Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 13:08 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að margt megi læra af faraldrinum. Vísir/Vilhelm Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41
Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent