Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Erik ten Hag hefur nú fært Manchester United langþráðan titil en Pep Guardiola segist hafa búist við meira af United síðustu ár. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup. Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira