Íslenski boltinn

Hallur farinn frá KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallur Hansson lék 23 leiki í deild og bikar með KR og skoraði þrjú mörk.
Hallur Hansson lék 23 leiki í deild og bikar með KR og skoraði þrjú mörk. vísir/hulda margrét

Færeyski landsliðsmaðurinn Hallur Hansson er á förum frá KR. Hann og félagið komust að samkomulagi um samningslok.

Hallur kom til KR fyrir síðasta tímabil. Hann lék tuttugu leiki í Bestu deildinni áður en hann meiddist illa á hné í leik gegn Víkingi í september.

Hallur, sem er þrítugur, hefur lengst af ferilsins leikið í Danmörku. Hann hefur einnig leikið með Aberdeen í Skotlandi og HB Þórshöfn í heimalandinu. Hann hefur leikið 66 landsleiki og skorað fimm mörk.

KR lenti í 4. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið mætir KA á Akureyri í 1. umferð deildarinnar 10. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×