Klopp: „Augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:31 Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á erfitt tap gegn Real Madrid á þriðjudaginn. Getty/James Gill „Við vitum að við þurfum að bæta okkur og breyta hlutum, og það munum við gera,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem átt hefur vonbrigðatímabil til þessa eftir að hafa verið nálægt sögulegri titlafernu á síðustu leiktíð. Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira