Nýjar upplýsingar varpa ljósi á orsök lestarslyssins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 18:15 Þykkan svartan reyk lagði frá brunanum sem gnæfði yfir þegar yfirvöld brenndu eiturefnin. AP/Gene J. Puskar Hjólalega lestar sem fór út af sporinu í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum er talin hafa ofhitnað. Starfsmenn um borð fengu viðvörun um mögulega ofhitnun og reyndu að hægja á lestinni sem að lokum fór út af sporinu. Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar síðastliðinn. Engan sakaði en ýmis konar eiturefni sluppu út í umhverfið við slysið. Nokkrir vagnanna innihéldu eiturefnið vinýlklóríð sem hefur verið tengt við aukna hættu á nokkrum tegundum krabbameins í fólki. Þegar yfirvöld óttuðust að öflug sprenging gæti orðið í þeim var ákveðið að brenna efnin og íbúum skipað að yfirgefa heimili sín. Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna segir að hjólalega hafi verið orðin óeðlilega heit nokkrum kílómetrum áður en lestin fór loks út af sporinu. Þegar slysið varð var hiti legunnar um 253 gráðum yfir lofthita, að því er fram kemur hjá Washington Post. Stofnunin slær því þó ekki föstu að ofhitnun legunnar hafi verið meginorsök slyssins. Verkfræðingur um borð reyndi að stöðva lestina þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang, örskömmu fyrir slysið. Lestin er talin hafa verið á um 75 kílómetra hraða þegar hún fór út af sporinu eða um fimm kílómetra hraða undir hámarkshraða. Málið er enn í rannsókn. Umhverfismál Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar síðastliðinn. Engan sakaði en ýmis konar eiturefni sluppu út í umhverfið við slysið. Nokkrir vagnanna innihéldu eiturefnið vinýlklóríð sem hefur verið tengt við aukna hættu á nokkrum tegundum krabbameins í fólki. Þegar yfirvöld óttuðust að öflug sprenging gæti orðið í þeim var ákveðið að brenna efnin og íbúum skipað að yfirgefa heimili sín. Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna segir að hjólalega hafi verið orðin óeðlilega heit nokkrum kílómetrum áður en lestin fór loks út af sporinu. Þegar slysið varð var hiti legunnar um 253 gráðum yfir lofthita, að því er fram kemur hjá Washington Post. Stofnunin slær því þó ekki föstu að ofhitnun legunnar hafi verið meginorsök slyssins. Verkfræðingur um borð reyndi að stöðva lestina þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang, örskömmu fyrir slysið. Lestin er talin hafa verið á um 75 kílómetra hraða þegar hún fór út af sporinu eða um fimm kílómetra hraða undir hámarkshraða. Málið er enn í rannsókn.
Umhverfismál Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31