George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 10:32 George Santos segist sjá mest eftir því að hafa logið til um námsferil sinn. EPA/Michael Reynolds Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. Fjallað hefur verið ítarlega hér á Vísi um lygar bandaríska þingmannsins George Santos. Hann situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki og tók sæti þar nú um áramótin. Meðal þess sem hann hefur logið til um er ferilskrá hans, námsferill hans, uppruni hans og dauðdagi móður hans. Hann er grunaður um að hafa brotið kosningalög með því að fela uppruna fjármuna í kosningasjóð sínum og þá er hann til rannsóknar í Brasilíu vegna fjársvikamáls. Santos var gestur Piers Morgan í þætti þess síðarnefnda, Piers Morgan Uncensored, í gær. Þar ræddu þeir lygar þingmannsins og gaf hann smá innsýn í hvers vegna hann laug svo mikið. Hann segist ekki hafa logið til þess að gabba kjósendur í New York heldur hafi hann viljað ganga í augun á stórum nöfnum innan flokksins. Hann hafi sagt hlutina undir pressu. Hans stærsta eftirsjá er að hafa logið til um háskólamenntun sína. Hann hefur sagst hafa útskrifast úr Baruch-háskólanum í New York en á sama tíma og hann átti að hafa verið í námi þar var hann sakaður um að hafa stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Santos viðurkenndi þjófnaðinn og sagðist hafa notað heftið til þess að kaupa sér hluti eins og skó. „Ég ákvað að mig langaði að fara í framboð og þrátt fyrir að ég væri með ágætis starfsferil að baki þá var ég ekki með þennan hluta,“ sagði Santos í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Santos bauð sig einnig fram til þingsins árið 2020 en tapaði kosningunni þá. Þá laug hann einnig til um margt á ferilskrá sinni og sagði í þættinum að hann hafi komist upp með það þá. Hann hefur áður haldið því fram að móðir hans hafi látið lífið vegna árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar lést móðir hans ekki fyrr en árið 2016. Hún lést úr krabbameini og vill Santos meina að eiturefni vegna árásarinnar hafi gert hana veika. Þannig hafi hann ekki verið að ljúga þegar hann sagði að hún hafi látist vegna árásarinnar. Morgan bað Santos um að viðurkenna að hann væri hræðilegur lygari sem þingmaðurinn gerði. „Ég hef verið hræðilegur lygari þegar kemur að þessum málum,“ sagði Santos. Beðinn um afsökunarbeiðni sagðist Santos áður hafa horft í myndavél og beðist afsökunar. „Ég held að það hljóti að vera fyrsta skrefið, að biðjast fyrirgefningar,“ sagði Santos. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Fjallað hefur verið ítarlega hér á Vísi um lygar bandaríska þingmannsins George Santos. Hann situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki og tók sæti þar nú um áramótin. Meðal þess sem hann hefur logið til um er ferilskrá hans, námsferill hans, uppruni hans og dauðdagi móður hans. Hann er grunaður um að hafa brotið kosningalög með því að fela uppruna fjármuna í kosningasjóð sínum og þá er hann til rannsóknar í Brasilíu vegna fjársvikamáls. Santos var gestur Piers Morgan í þætti þess síðarnefnda, Piers Morgan Uncensored, í gær. Þar ræddu þeir lygar þingmannsins og gaf hann smá innsýn í hvers vegna hann laug svo mikið. Hann segist ekki hafa logið til þess að gabba kjósendur í New York heldur hafi hann viljað ganga í augun á stórum nöfnum innan flokksins. Hann hafi sagt hlutina undir pressu. Hans stærsta eftirsjá er að hafa logið til um háskólamenntun sína. Hann hefur sagst hafa útskrifast úr Baruch-háskólanum í New York en á sama tíma og hann átti að hafa verið í námi þar var hann sakaður um að hafa stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Santos viðurkenndi þjófnaðinn og sagðist hafa notað heftið til þess að kaupa sér hluti eins og skó. „Ég ákvað að mig langaði að fara í framboð og þrátt fyrir að ég væri með ágætis starfsferil að baki þá var ég ekki með þennan hluta,“ sagði Santos í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Santos bauð sig einnig fram til þingsins árið 2020 en tapaði kosningunni þá. Þá laug hann einnig til um margt á ferilskrá sinni og sagði í þættinum að hann hafi komist upp með það þá. Hann hefur áður haldið því fram að móðir hans hafi látið lífið vegna árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar lést móðir hans ekki fyrr en árið 2016. Hún lést úr krabbameini og vill Santos meina að eiturefni vegna árásarinnar hafi gert hana veika. Þannig hafi hann ekki verið að ljúga þegar hann sagði að hún hafi látist vegna árásarinnar. Morgan bað Santos um að viðurkenna að hann væri hræðilegur lygari sem þingmaðurinn gerði. „Ég hef verið hræðilegur lygari þegar kemur að þessum málum,“ sagði Santos. Beðinn um afsökunarbeiðni sagðist Santos áður hafa horft í myndavél og beðist afsökunar. „Ég held að það hljóti að vera fyrsta skrefið, að biðjast fyrirgefningar,“ sagði Santos.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10
Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51