Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 21:00 Eyþór Víðisson, öryggissérfræðingur. Vísir/Ívar Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“ Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“
Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17