Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 10:50 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tekur í hönd Riads Malki, utanríkisráðherra Palestínumanna. Myndina birti Þórdís Kolbrún á Twitter-síðu sinni. Utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem. Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem.
Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28