Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 23:33 John Fetterman glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum því að bana í fyrra. Hann hefur nú leitað á sjúkrahús vegna alvarlegs þunglyndis. AP/J. Scott Applewhite John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45