Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 23:33 John Fetterman glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum því að bana í fyrra. Hann hefur nú leitað á sjúkrahús vegna alvarlegs þunglyndis. AP/J. Scott Applewhite John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45