Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 07:22 Youngkin vill takmarka verulega rétt kvenna til þungunarrofs. epa/Shawn Thew Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Repúblikaninn Youngkin er sagður hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið var svæft í undirnefnd, með því að færa þau rök fyrir nefndinni að það væri ekki löggjafans að takmarka leitarheimildir lögreglu. Stuðningsmenn frumvarpsins óttast hins vegar að gögn úr smáforritum verði notuð í dómsmálum gegn konum sem gangast undir þungunarrof, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade og setti þar með löggjafarvaldið í málaflokknum aftur í hendur einstakra ríkja. Það vakti athygli að umrætt frumvarp hafði þegar verið samþykkt í efri deild Virginíu-þings, þar sem það naut stuðnings meirihluta Demókrata og níu Repúblikana. Einn þeirra, kvensjúkdómalæknirinn Siobhan Dunnavant, hefur verið afar gagnrýnin á frumvarp sem Youngkin vill leggja fram og kveður á um bann við þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Segist hún ekki munu styðja það nema undanþága verði gerð vegna fósturgalla, allt fram á 24. viku. Eins og stendur er konum í Virginíu frjálst að gangast undir þungunarrof fram að 27. viku. Þess má geta að í Flórída hurfu skólayfirvöld frá því á dögunum að krefjast þess að stúlkur sem vildu stunda íþróttir gæfu upplýsingar um blæðingar sínar. Gagnrýnendur sögðu kröfurnar í takt við stefnu ríkisstjórans Ron DeSantis um að draga úr réttindum trans fólks.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira