Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 10:25 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. Krafa saksóknaranna byggir samkvæmt frétt New York Times á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem er til marks um að þeir telja lögmanninn, sem heitir Evan Corcoran, hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Meðal þess sem áðurnefndir saksóknarar eru að skoða er hvort Trump og starfsfólk hans hafi brotið lög með því að verða ekki við kröfum um að gögnunum yrði skilað. Dómsmálaráðuneytið stefndi Trump í maí í fyrra og krafðist þess að hann skilaði öllum opinberum skjölum og gögnum sem hann hafði tekið með sér úr Hvíta húsinu. Þá hafði Trump skilað hluta skjalanna og fundust nærri því tvö hundruð leynileg skjöl meðal þeirra. Hétu því að engin skjöl væru eftir Corcoran hitti rannsakendur í júní og lét þá fá rúmlega þrjátíu skjöl vegna stefnunnar. Annar lögmaður Trumps, sem heitir Christina Bobb, skrifaði svo undir yfirlýsingu um að engin frekari opinber gögn hefðu fundist í Mar-a-Lago, sveitarklúbb og heimili Trumps í Flórída. „Ítarleg leit“ hefði verið framkvæmd. Bobb sagði rannsakendum að Corcoran hefði upprunalega skrifað þá yfirlýsingu en hún hefði bætt nokkrum varnöglum við hana áður en hún skrifaði undir. Þegar starfsmenn FBI leituðu í húsnæðinu í ágúst fundu þeir þó mikið magn opinberra gagna og þar á meðal meira en hundrað leynileg skjöl. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði í fyrra sérstakan rannsakenda til að halda utan um rannsóknina. Corcoran bar nýverið vitni fyrir ákærudómstól í Washington DC og samkvæmt heimildum New York Times neitaði hann að svara spurningum á grunni trúnaðar milli lögmanns og skjólstæðings. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Talsmaður Trumps sagði í samtali við NYT að um pólitískar nornaveiðar væru að ræða og að markmiðið væri að koma í veg fyrir endurkjör Trumps í forsetakosningunum á næsta ári. Í miklum lagalegum vandræðum Trump stendur frammi fyrir margskonar lagavandræðum. Meðal annars stendur hann frammi fyrir mögulegri ákæru í Georgíu vegna afskipta hans af framkvæmd forsetakosninganna 2020 þar. Hann hefur einnig nýverið verið sektaður fyrir tilhæfulausa málsókn og fyrirtæki hans var nýlega dæmt fyrir skattsvik. Þar að auki hefur Trump sjálfur verið kærður fyrir nauðgun. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. 25. janúar 2023 23:41 Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Krafa saksóknaranna byggir samkvæmt frétt New York Times á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem er til marks um að þeir telja lögmanninn, sem heitir Evan Corcoran, hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Meðal þess sem áðurnefndir saksóknarar eru að skoða er hvort Trump og starfsfólk hans hafi brotið lög með því að verða ekki við kröfum um að gögnunum yrði skilað. Dómsmálaráðuneytið stefndi Trump í maí í fyrra og krafðist þess að hann skilaði öllum opinberum skjölum og gögnum sem hann hafði tekið með sér úr Hvíta húsinu. Þá hafði Trump skilað hluta skjalanna og fundust nærri því tvö hundruð leynileg skjöl meðal þeirra. Hétu því að engin skjöl væru eftir Corcoran hitti rannsakendur í júní og lét þá fá rúmlega þrjátíu skjöl vegna stefnunnar. Annar lögmaður Trumps, sem heitir Christina Bobb, skrifaði svo undir yfirlýsingu um að engin frekari opinber gögn hefðu fundist í Mar-a-Lago, sveitarklúbb og heimili Trumps í Flórída. „Ítarleg leit“ hefði verið framkvæmd. Bobb sagði rannsakendum að Corcoran hefði upprunalega skrifað þá yfirlýsingu en hún hefði bætt nokkrum varnöglum við hana áður en hún skrifaði undir. Þegar starfsmenn FBI leituðu í húsnæðinu í ágúst fundu þeir þó mikið magn opinberra gagna og þar á meðal meira en hundrað leynileg skjöl. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði í fyrra sérstakan rannsakenda til að halda utan um rannsóknina. Corcoran bar nýverið vitni fyrir ákærudómstól í Washington DC og samkvæmt heimildum New York Times neitaði hann að svara spurningum á grunni trúnaðar milli lögmanns og skjólstæðings. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Talsmaður Trumps sagði í samtali við NYT að um pólitískar nornaveiðar væru að ræða og að markmiðið væri að koma í veg fyrir endurkjör Trumps í forsetakosningunum á næsta ári. Í miklum lagalegum vandræðum Trump stendur frammi fyrir margskonar lagavandræðum. Meðal annars stendur hann frammi fyrir mögulegri ákæru í Georgíu vegna afskipta hans af framkvæmd forsetakosninganna 2020 þar. Hann hefur einnig nýverið verið sektaður fyrir tilhæfulausa málsókn og fyrirtæki hans var nýlega dæmt fyrir skattsvik. Þar að auki hefur Trump sjálfur verið kærður fyrir nauðgun.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. 25. janúar 2023 23:41 Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02
Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44
Trump snýr aftur á Facebook og Instagram Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. 25. janúar 2023 23:41
Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. 25. janúar 2023 16:11