Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 19:49 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi. AP/Lynne Sladky Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna afskipta hans af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lokið störfum. Ekki er ljóst hvort Trump verði ákærður en ákveða á seinna í mánuðinum hvort opinbera eigi skýrslu ákærudómstólsins eða ekki. Það er Fani T. Willis, héraðssaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem taka mun ákvörðun um að ákæra Trump og/eða aðra vegna rannsóknarinnar og er búist við ákvörðun á næstu vikum. Starfsmenn hennar hafa tilkynnt nærri því tuttugu manns að þau standi frammi fyrir mögulegum ákærum vegna rannsóknarinnar, samkvæmt frétt New York Times. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Sjá einnig: Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Rannsókn ákærudómstólsins hófst í janúar í fyrra. Trump hélt því ítrekað ranglega fram í kjölfar forsetakosninganna í nóvember 2020 að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Forsetinn þáverandi og bandamenn hans lögðu mikla áherslu á Georgíu þar sem Joe Biden, núverandi forseti, bar sigur úr býtum með tiltölulega litlum mun. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump hefur lýst því yfir að hann sækist aftur eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna á næsta ári. Enn sem komið er hefur enginn farið fram gegn honum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Mælast til þess að Trump verði ákærður Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. 19. desember 2022 23:09 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Það er Fani T. Willis, héraðssaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem taka mun ákvörðun um að ákæra Trump og/eða aðra vegna rannsóknarinnar og er búist við ákvörðun á næstu vikum. Starfsmenn hennar hafa tilkynnt nærri því tuttugu manns að þau standi frammi fyrir mögulegum ákærum vegna rannsóknarinnar, samkvæmt frétt New York Times. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Sjá einnig: Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Rannsókn ákærudómstólsins hófst í janúar í fyrra. Trump hélt því ítrekað ranglega fram í kjölfar forsetakosninganna í nóvember 2020 að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Forsetinn þáverandi og bandamenn hans lögðu mikla áherslu á Georgíu þar sem Joe Biden, núverandi forseti, bar sigur úr býtum með tiltölulega litlum mun. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump hefur lýst því yfir að hann sækist aftur eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna á næsta ári. Enn sem komið er hefur enginn farið fram gegn honum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Mælast til þess að Trump verði ákærður Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. 19. desember 2022 23:09 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20
Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03
Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10
Mælast til þess að Trump verði ákærður Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. 19. desember 2022 23:09