Erlent

Átta ára drengur talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Cairo var í fríi með fjölskyldunni þegar hann lést.
Cairo var í fríi með fjölskyldunni þegar hann lést. GoFundMe

Átta ára gamall ástralskur drengur er talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost á meðan hann var í fríi með fjölskyldunni sinni á Fídji. Drengurinn fannst meðvitundarlaus í blómabeði á hótelinu og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í kjölfarið.

Drengurinn, sem heitir Cairo Winitana, var í fríi með fjölskyldunni á Club Wyndham Denerau Island hótelinu á vesturströnd stærstu eyju Fídji. Fjölskyldan er búsett í Sydney í Ástralíu en frá Nýja-Sjálandi. 

Hann fannst meðvitundarlaus í hótelgarðinum síðastliðinn fimmtudag og var í kjölfarið úrskurðaður látinn eftir að skyndihjálp bar engan árangur. 

„Fyrstu vísbendingar benda til að drengurinn hafi fengið raflost en það verður þó að staðfesta eftir að réttarkrufningu er lokið,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni á Fídji. 

Móðir Cairo, Amber de Thierry, skrifar í færslu á Facebook að fjölskyldan þurfi nú að glíma við þann hrylling að flytja Cairo aftur til Ástralíu. 

„Ég elskaði þig kæri sonur frá augnablikinu sem ég komst að því að ég bæri þig undir belti. Ég mun elska þig það sem eftir er,“ skrifar de Thierry í færslunni samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. 

Talsmaður hótelsins hefur lýst því yfir að Cairo hafi látst af slysförum og að hótelið muni sýna lögreglu fullan samstarfsvilja. Þá sé hótelið sjálft með það til rannsóknar hvernig slysið bar að. 


Tengdar fréttir

Segja dular­fullt and­lát átta ára barns hræði­legt slys

Átta ára gamalt barn búsett í Sydney í Ástralíu lést á Fídjí á fimmtudag í kjölfar þess að það fannst meðvitundarlaust í gróðurbeði í hótelgarði. Lögregla segir að um sé að ræða hræðilegt slys. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×