Áform um stærsta kvikmyndaver landsins í Hafnarfirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2023 13:44 Hugmynd að útliti kvikmyndaversins. REC Studio Hafnarfjarðarbær hefur veitt REC Studio ehf, vilyrði fyrir um níutíu þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir byggingu umfangsmikils kvikmyndavers sem yrði það stærsta á Íslandi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur. Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur.
Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira