Segir undir Heimi komið hvort Greenwood verði boðið sæti í landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:01 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins segist munu taka Mason Greenwood opnum örmum velji hann að spila fyrir jamaíska landsliðið í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Jamaíka. Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira