Kompany um ásakanirnar gegn City: Ranghvolfi augunum þegar ég hugsa um það Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 20:00 Vincent Kompany vann fjóra meistaratitla með Manchester City á þeim ellefu árum sem hann lék með félaginu. Vísir/Getty Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, segir aðila í fótboltaheiminum ekki hafa innistæðu fyrir því að benda á mistök hvers annars. Mikil umræða hefur skapast síðustu daga um meint brot City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira