Innlent

Neitaði að borga og ógnaði leigubílstjóra

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir leigubílstjórar lentu í vandræðum í dag.
Tveir leigubílstjórar lentu í vandræðum í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um farþega sem neitaði að borga fyrir leigubíl. Viðkomandi hótaði einnig leigubílstjóranum. Þetta var í Grafarholti en í dagbók lögreglunnar segir að annar leigubílstjóri hafi verið áreittur í Múlunum.

Brotist var inn í minnst tvo bíla í dag. Annar þeirra var í Hlíðunum og hinn í Kópavogi. Einnig var brotist inn í hús í Kópavogi í dag og fyrirtæki.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um umferðaróhapp í Hafnarfirði en þar urðu engin slys á fólki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.