Gerrard yrði loksins enskur meistari ef enska deildin færi ítölsku leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2023 12:30 Steven Gerrard fagnar marki með Liverpool en hann lék 504 deildarleiki og samtals í sautján ár með félaginu án þess að verða enskur meistari. Getty/Shaun Botterill Á Ítalíu hafa félögin misst titlana sína þegar þau hafa brotið reglur með gróflegum hætti. Nú standa öll spjót að Manchester City eftir harðorða yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira