Fótbolti

Lazio mis­tókst að komast upp fyrir ná­granna sína

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Með sigri hefði Lazio sett pressu á Inter í 2. sæti deildarinnar.
Með sigri hefði Lazio sett pressu á Inter í 2. sæti deildarinnar. EPA-EFE/EMANUELE PENNACCHIO

Lazio náði aðeins jafntefli gegn Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Með sigri hefði Lazio farið upp fyrir nágranna sína og erkifjendur í Roma.

Það höfðu þrjú gul spjöld farið á loft áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Spænski vængmaðurinn Pedro var þar að verki eftir sendingu Danilo Cataldi og staðan því 1-0 Lazio í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Cyril Ngonge jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og staðan 1-1 þegar enn voru tæplega 40 mínútur eftir af leiknum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og leiknum lauk því með 1-1 jafntefli.

Eftir leikinn er Lazio í 4. sæti með 39 stig, einu minna en Roma sem er sæti ofar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.