Enski boltinn

Vara­ne segist vera að kafna vegna fjölda leikja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Raphaël Varane hefur spilað vel með Man United í vetur.
Raphaël Varane hefur spilað vel með Man United í vetur. Sebastian Frej/Getty Images

Franski miðvörðurinn Raphaël Varane segir knattspyrnumenn á hæsta getustigi spila alltof marga leiki. Varane lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur.

Varane spilar í dag fyrir Manchester United á Englandi eftir að hafa spilað lengi vel með Real Madríd á Spáni þar sem hann vann fjölda titla. Hann varð heimsmeistari með Frakklandi árið 2018 en ákvað eftir HM í Katar að nú væri nóg komið og því lagði hann landsliðsskóna á hilluna eftir 93 A-landsleiki.

Varane ræddi við frönsku sjónvarpsstöðina Canal+ nýverið um álagið sem fylgir því að spila fótbolta á hæsta getustigi.

„Á hæsta getustigi er þetta líkt og að vera í þvottavél, við spilum án afláts og stoppum aldrei. Við erum með yfirfulla dagskrá og spilum endalaust alltaf. Í dag líður mér eins og ég sé að kafna.“



Varane

Varane og liðsfélagar hans í Man United eiga leiki þann 8. febrúar, 12. febrúar, 16. febrúar, 19. febrúar, 23. febrúar og 26. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×