Erlent

Móðir og sjö börn hennar fórust í elds­voða í Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir um orsök brunans. Myndin er úr safni.
Ekki liggur fyrir um orsök brunans. Myndin er úr safni. Getty

Móðir og sjö börn hennar eru látin eftir að hafa brunnið inni á heimili sínu í bænum Charly-sur-Marne í norðurhluta Frakklands.

Franskir fjölmiðlar segja frá því að börnin hafi verið á aldrinum tveggja til fjórtán ára – fimm drengir og tvær stúlkur.

BFMTV segir frá því að eiginmaður konunnar og faðir barnanna hafi verið fluttur á sjúkrahús í Château-Thierry með alvarlega brunaáverka.

Slökkviliði var gert viðvart um eldinn af nágrönnum fjölskyldunnar skömmu fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fjölskyldan var sofandi á annarri hæð hússins þegar eldurinn kom upp.

Ekki liggur fyrir um orsök brunans.

Charly-sur-Marne er að finna um sjötíu kílómetra austur af frönsku höfuðborginni París.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.