Erlent

Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólk reynir að komast að fólki sem er fast í rústum húss í Adana í Tyrklandi í morgun. 
Fólk reynir að komast að fólki sem er fast í rústum húss í Adana í Tyrklandi í morgun.  IHA agency via AP

Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð.

Tugir eftirskjálfta hafa fylgt þeim stóra. Tyrkland hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu og er fólk hvatt til að nota ekki farsíma svo björgunarsveitir geti haft aðgang að kerfinu og samræmt aðgerðir sínar. Allar líkur eru taldar á því að tala látinna eigi eftir að hækka til muna.

Sýrlensk yfirvöld hafa gefið það út að þar í landi séu rúmlega hundrað látnir og mörg hundruð sárir. Að auki reið skjálftinn yfir í héröðum sem eru í höndum uppreisnarmanna í landinu þar sem heilbrigðisþjónusta er bágborin og lítið um björgunaraðila.

Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 76 séu látnir og tæplega 500 sárir. Skjálftinn fannst greinilega í öðrum löndum í nágrenninu, til að mynda í Líbanon, á Gaza ströndinni og á Kýpur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×