Erlent

Skutu niður njósna­belginn

Árni Sæberg skrifar
Njósnabelgurinn meinti er sprunginn.
Njósnabelgurinn meinti er sprunginn. Larry Mayer/AP

Bandaríkjaher hefur skotið niður loftbelg, sem talinn er vera njósnabelgur frá Kína, utan strönd Suður-Karólínu. 

Bandaríkjaher hefur fylgst grannt með loftbelgnum sem sást fyrst á sveimi yfir Bandaríkjunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að stjórnvöld myndu „sjá um málið.“

Nú hefur Bandaríkjaher séð um málið með því að skjóta belginn niður og er nú á leið á vettvang sjóleiðis að ná í brak loftbelgsins, að því er segir í frétt AP um málið.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar belgurinn var skotinn niður.


Tengdar fréttir

Her­flug­vélar hring­sóla um njósna­belginn

Fjórar orrustuþotur hringsóla nú um kínverskan njósnabelg sem svífur skammt utan við Myrtle Beach í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld íhuga nú að skjóta belginn niður.

Njósnabelgur svífur yfir Bandaríkjunum

Bandarísk stjórnvöld segjast vera að fylgjast grannt með stórum eftirlitsloftbelg sem svífur nú yfir Bandaríkjunum en er sagður á vegum Kínverja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×