Atvikið átti sér stað klukkan skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi en ekki er tekið fram hvar á höfuðborgarsvæðinu, nema að þetta hafi verið innan svæðis lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Maðurinn var handtekinn eftir skamma eftirför.
Þá segir að lögreglu gruni að maðurinn hafi verið án ökuréttinda og að bíllinn hafi verið á röngum skráningarmerkjum.
Í dagbók lögreglu segir að tveir hafi verið handteknir í miðborg Reykjavíkur vegna gruns um líkamsárás. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.