Innlent

Reyndi að hlaupa undan lög­reglu eftir fíkni­efna­akstur

Atli Ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu segir að tveir hafi verið handteknir í miðborg Reykjavíkur vegna gruns um líkamsárás.
Í dagbók lögreglu segir að tveir hafi verið handteknir í miðborg Reykjavíkur vegna gruns um líkamsárás. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði reynt að hlaupa undan lögreglu eftir að hafa verið stöðvaður.

Atvikið átti sér stað klukkan skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi en ekki er tekið fram hvar á höfuðborgarsvæðinu, nema að þetta hafi verið innan svæðis lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Maðurinn var handtekinn eftir skamma eftirför.

Þá segir að lögreglu gruni að maðurinn hafi verið án ökuréttinda og að bíllinn hafi verið á röngum skráningarmerkjum.

Í dagbók lögreglu segir að tveir hafi verið handteknir í miðborg Reykjavíkur vegna gruns um líkamsárás. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.