Mega standa í fyrsta sinn í 35 ár Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2023 16:31 Stuðningsmenn í enska boltanum standa oft heilu leikina, þó að það hafi verið bannað síðustu áratugi. Nú geta nokkur hundruð þeirra gert það með góðri samvisku á úrslitaleik á Wembley. Getty/Ash Donelon Úrslitaleikur Manchester United og Newcastle síðar í þessum mánuði mun marka tímamót á Englandi hvað áhorfendur snertir. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley, sem rúmar 90.000 áhorfendur, þann 26. febrúar. Ákveðið hefur verið að á bakvið bæði mörk vallarins verði svæði þar sem 867 áhorfendur mega standa. Það er í fyrsta sinn í 35 ár þar sem að stuðningsmenn fá að standa á úrslitaleik í enskum fótbolta. Leikvöngum í efstu deildum Englands var öllum breytt fyrir um þrjátíu árum þannig að öllum áhorfendum væri ætlað að sitja. Þetta var gert í kjölfar þess að 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið í troðningi á Hillsborough-leikvanginum árið 1989, á undanúrslitaleik í enska bikarnum. Stuðningsmenn á mörgum leikvöngum hafa engu að síður staðið á leikjum, við sæti sín, þrátt fyrir aðvaranir yfirvalda um hættu sem af því gæti stafað. Frá og með yfirstandandi leiktíð mega svo félög hafa svæði á sínum leikvöngum þar sem áhorfendur mega standa. Sú breyting var gerð eftir að fimm félög tóku þátt í prófunum seinni hluta síðustu leiktíðar. Þetta voru Chelsea, Manchester City, Manchester United, Tottenham og Cardiff. Eftirvæntingin fyrir úrslitaleik deildabikarsins er væntanlega mikil í röðum stuðningsmanna Manchester United og Newcastle. United getur bundið enda á sex ára bið eftir titli og Newcastle spilar sinn fyrsta úrslitaleik á Wembley á þessari öld. Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley, sem rúmar 90.000 áhorfendur, þann 26. febrúar. Ákveðið hefur verið að á bakvið bæði mörk vallarins verði svæði þar sem 867 áhorfendur mega standa. Það er í fyrsta sinn í 35 ár þar sem að stuðningsmenn fá að standa á úrslitaleik í enskum fótbolta. Leikvöngum í efstu deildum Englands var öllum breytt fyrir um þrjátíu árum þannig að öllum áhorfendum væri ætlað að sitja. Þetta var gert í kjölfar þess að 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið í troðningi á Hillsborough-leikvanginum árið 1989, á undanúrslitaleik í enska bikarnum. Stuðningsmenn á mörgum leikvöngum hafa engu að síður staðið á leikjum, við sæti sín, þrátt fyrir aðvaranir yfirvalda um hættu sem af því gæti stafað. Frá og með yfirstandandi leiktíð mega svo félög hafa svæði á sínum leikvöngum þar sem áhorfendur mega standa. Sú breyting var gerð eftir að fimm félög tóku þátt í prófunum seinni hluta síðustu leiktíðar. Þetta voru Chelsea, Manchester City, Manchester United, Tottenham og Cardiff. Eftirvæntingin fyrir úrslitaleik deildabikarsins er væntanlega mikil í röðum stuðningsmanna Manchester United og Newcastle. United getur bundið enda á sex ára bið eftir titli og Newcastle spilar sinn fyrsta úrslitaleik á Wembley á þessari öld.
Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira