Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 20:03 Lára V. Júlíusdóttir er sérfræðingur í vinnurétti. Vísir/Arnar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. Í dag var greint frá því að Samtök atvinnulífsins teldu ólöglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Mál samtakanna gegn Eflingu var þingfest hjá Félagsdómi í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagðist hún telja að miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA muni greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót, standist skoðun. Þá benti hún á að Efling hefði ekki viljað afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, á sama tíma og boðað hefði verið til mögulegrar vinnustöðvunar hjá félögum í Eflingu. „Vegna ómöguleikans er ekki hægt að bera hana undir atkvæði og þá er spurning hvort hægt er að hefja verkfallsaðgerðir á þeim tíma. Þetta er eitthvað sem Félagsdómur fer núna að fjalla um,“ sagði Lára. Hún sagðist ekki vilja segja með afgerandi hætti til um hvort vinnustöðvunin teldist lögleg. „Mér finnst hins vegar sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun, sem búið er að boða, út frá þessu.“ Telur miðlunartillöguna standast Lára ræddi einnig um stjórnsýslukæru Eflingar til félagsmálaráðuneytisins vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Málsástæður kærunnar eru þær að ekki hafi verið haft samráð við Eflingu við gerð hennar, sem og skortur á réttmæti, meðalhófu og janfræði. „Mér sýnist hafa verið haft fullt samráð um framlagningu þessarar miðlunartillögu. Allavega áttu þau löng samtöl þarna, sama dag og miðlunartillagan var boðuð, og ákvæði stjórnsýsluréttarins geta ekki náð til miðlunartillögu sem slíkrar. Þetta er tillaga, ekki ákvörðun sem búið er að taka. Ríkissáttasemjari hefur fullar heimildir til að leggja fram tillögu, og lögin gera bara ráð fyrir því að þegar hún hefur verið lögð fram fari fram atkvæðagreiðsla um hana.“ Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira
Í dag var greint frá því að Samtök atvinnulífsins teldu ólöglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Mál samtakanna gegn Eflingu var þingfest hjá Félagsdómi í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagðist hún telja að miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA muni greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót, standist skoðun. Þá benti hún á að Efling hefði ekki viljað afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, á sama tíma og boðað hefði verið til mögulegrar vinnustöðvunar hjá félögum í Eflingu. „Vegna ómöguleikans er ekki hægt að bera hana undir atkvæði og þá er spurning hvort hægt er að hefja verkfallsaðgerðir á þeim tíma. Þetta er eitthvað sem Félagsdómur fer núna að fjalla um,“ sagði Lára. Hún sagðist ekki vilja segja með afgerandi hætti til um hvort vinnustöðvunin teldist lögleg. „Mér finnst hins vegar sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun, sem búið er að boða, út frá þessu.“ Telur miðlunartillöguna standast Lára ræddi einnig um stjórnsýslukæru Eflingar til félagsmálaráðuneytisins vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Málsástæður kærunnar eru þær að ekki hafi verið haft samráð við Eflingu við gerð hennar, sem og skortur á réttmæti, meðalhófu og janfræði. „Mér sýnist hafa verið haft fullt samráð um framlagningu þessarar miðlunartillögu. Allavega áttu þau löng samtöl þarna, sama dag og miðlunartillagan var boðuð, og ákvæði stjórnsýsluréttarins geta ekki náð til miðlunartillögu sem slíkrar. Þetta er tillaga, ekki ákvörðun sem búið er að taka. Ríkissáttasemjari hefur fullar heimildir til að leggja fram tillögu, og lögin gera bara ráð fyrir því að þegar hún hefur verið lögð fram fari fram atkvæðagreiðsla um hana.“
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira
Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10
Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09