Erlent

Leggja til að fangar fái að gefa líf­færi gegn styttri af­plánunar­tíma

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Líffæragjafir fanga eru afar umdeildar, ekki síst fanga sem hafa verið dæmdir til dauða.
Líffæragjafir fanga eru afar umdeildar, ekki síst fanga sem hafa verið dæmdir til dauða. Getty

Tveir þingmenn í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fangar fái dóma sína mildaða gegn því að gefa beinmerg eða líffæri. Afplánunartíminn gæti þannig styst um 60 til 365 daga.

Samkvæmt reglum sem gilda í alríkisfangelsum í Bandaríkjunum mega fangar gefa líffæri en aðeins til náinna skyldmenna. Fangar sem sitja í öðrum fangelsum geta almennt séð ekki gefið líffæri; að minnsta kosti eru engar reglur í gildi þar að lútandi.

Líffæragjafir fanga á dauðadeildum eru bannaðar.

Eins og stendur eru 104 þúsund manns að bíða líffæragjafar, þar af 59 þúsund á virkum biðlista.

Demókratinn Judith Garcia, annar þingmannanna, segir frumvarpinu ætlað að færa föngum aftur sjálfræði yfir eigin líkama. Jesse White, framkvæmdastjóri hjá Prisoners’ Legal Services of Massachusetts, segist hins vegar gjalda varhug við frumvarpinu, meðal annars vegna möguleikans á þvingunum.

Guardian fjallaði um málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.