„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2023 19:44 Þórdís Kolbrún ásamt þeim Tobiasi Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs og Johönnu Sumuvuori, ráðuneytisstjóra í finnska utanríkisráðuneytinu, í pallborðsumræðunum í dag. Stjórnarráð Íslands. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022. Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022.
Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira