Enski boltinn

Jorginho á leið til Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jorginho færir sig um set innan Lundúna.
Jorginho færir sig um set innan Lundúna. getty/Chelsea FC

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, er að ganga frá kaupunum á ítalska miðjumanninum Jorginho frá Chelsea.

Félagaskiptaglugganum verður lokað í dag og Arsenal hefur verið í leit að miðjumanni. Og samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Chelsea samþykkt tilboð Arsenal í Jorginho. Talið er að hann kosti toppliðið tólf milljónir punda. 

Jorginho á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Chelsea og félagið rær öllum árum að því að kaupa argentínska heimsmeistarann Enzo Fernandez frá Benfica.

Jorginho kom til Chelsea frá Napoli 2018. Hann átti stóran þátt í því að Chelsea vann Meistaradeild Evrópu 2021. Sama ár varð hann Evrópumeistari með ítalska landsliðinu.

Arsenal er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en á leik til góða. Næsti leikur liðsins er gegn Everton á Goodison Park í hádeginu á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.