Biden segir „nei“ við þotum til handa Úkraínumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2023 06:38 Biden var skýr í svörum þegar hann var spurður um þotur til handa Úkraínumönnum. AP/Andrew Harnik „Nei,“ svaraði Joe Biden Bandaríkjaforseti einfaldlega þegar hann var spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkjamenn myndu senda F-16 herþotur til Úkraínu. Úkraínumenn kalla nú eftir herþotum eftir að hafa verið lofað skriðdrekum. Oleksiy Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París í dag. Til umræðu verður meðal annars sú spurning hvort bandamenn séu viljugir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum. Macron sagði í gær að margt þyrfti að skoða í þessu samhengi, meðal annars hvort slíkar sendingar yrðu til þess að valda stigmögnun. Þá þyrfti að gulltryggja að þoturnar „snertu ekki rússneska jörð“. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa í hefndarhug vegna ötullar mótspyrnu Úkraínumanna. Þannig standi nú yfir viðstöðulausar árásir í austurhluta landsins. Selenskí hefur ítrekað varað við því að stríðsvél Rússa fari aftur í gang eftir pattstöðu síðustu mánaða og kallað eftir meiri vopnum. Ráðamenn í Kænugarði voru þannig ekki fyrr búnir að fá jákvætt svar frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum um skriðdreka fyrr en þeir kröfðust þess að fá einnig þotur. Menn eru hins vegar uggandi yfir mögulegum viðbrögðum Rússa. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í gær að frekari vopnasendingar yrðu aðeins til að stigmagna átökin. Stjórnvöld í Kænugarði kölluðu eftir meiri og meiri vopnum og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins yrðu alltaf meira og meira viðriðin átökin með beinum hætti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Oleksiy Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París í dag. Til umræðu verður meðal annars sú spurning hvort bandamenn séu viljugir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum. Macron sagði í gær að margt þyrfti að skoða í þessu samhengi, meðal annars hvort slíkar sendingar yrðu til þess að valda stigmögnun. Þá þyrfti að gulltryggja að þoturnar „snertu ekki rússneska jörð“. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa í hefndarhug vegna ötullar mótspyrnu Úkraínumanna. Þannig standi nú yfir viðstöðulausar árásir í austurhluta landsins. Selenskí hefur ítrekað varað við því að stríðsvél Rússa fari aftur í gang eftir pattstöðu síðustu mánaða og kallað eftir meiri vopnum. Ráðamenn í Kænugarði voru þannig ekki fyrr búnir að fá jákvætt svar frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum um skriðdreka fyrr en þeir kröfðust þess að fá einnig þotur. Menn eru hins vegar uggandi yfir mögulegum viðbrögðum Rússa. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í gær að frekari vopnasendingar yrðu aðeins til að stigmagna átökin. Stjórnvöld í Kænugarði kölluðu eftir meiri og meiri vopnum og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins yrðu alltaf meira og meira viðriðin átökin með beinum hætti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira