Innlent

Börn staðin að þjófnaði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undur áhrifum.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undur áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gær þar sem börn reyndust hafa gerst sek um lögbrot. Í báðum tilvikum var um að ræða þjófnað.

Í öðru tilvikinu var um að ræða þjófnað úr verslun í póstnúmerinu 103. Þegar í ljós kom að grunuðu voru undir sakhæfisaldri var haft samband við foreldra og þá verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.

Í hinu tilvikinu var tilkynnt um grunsamlega einstaklinga, sem voru að bera hluti í bifreið í póstnúmerinu 112. Viðkomandi reyndu að komast undan lögreglu en náðust flótt. Um var að ræða þrjá einstalinga undir lögaldri, sem höfðu tekið gaskúta ófrjálsri hendi. Þá voru þeir ekki með ökuréttindi.

Haft var samband við foreldra og barnayfirvöldum verður gert viðvart.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnað í verslun í Kópavogi og eld í rafmagnstöflu í Breiðholti. Eldurinn reyndist minniháttar.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Báðar voru fluttar á brott með dráttarbifreið en engin slys urðu á fólki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.