Enski boltinn

West Ham á­fram eftir frá­bæra inn­komu Dag­nýjar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný getur ekki hætt að skora.
Dagný getur ekki hætt að skora. Justin Setterfield/Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir hóf leik Wolves og West Ham United í ensku bikarkeppninni á varamannabekknum. Hún kom inn af bekknum þegar 25 mínútur lifðu leiks og staðan var enn markalaus, leiknum lauk með 2-0 sigri Hamranna.

Dagný hefur verið frábær á leiktíðinni og það breyttist ekki í dag. Líklega hefur þjálfari Hamranna ákveðið að gefa henni smá hvíld gegn Úlfunum sem leika í þriðju efstu deild.

Úrvalsdeildarliðið átti hins vegar erfitt uppdráttar og það var ekki fyrr en Dagný var send á vettvang sem Hamrarnir náðu loks að brjóta ísinn. Dagný skoraði á 71. mínútu og þá varð leikmaður Úlfanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark fimm mínútum síðar.

Lokatölur 2-0 West Ham í vil og liðið komið áfram í bikarnum líkt og bestu lið Englands um þessar mundir. Chelsea vann Liverpool 3-2, Manchester City vann 7-0 sigur á Sheffield United, Man United vann 2-1 sigur á Sunderland og Arsenal vann Burnley 9-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×