Fótbolti

Mar­tínez skaut Inter í annað sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lautaro Martínez fagnar öðru marka sinna í dag.
Lautaro Martínez fagnar öðru marka sinna í dag. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA

Heimsmeistarinn Lautaro Martínez, framherji Inter og argentíska landsliðsins, skoraði bæði mörk Inter þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Cremonese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Inter lenti nokkuð óvænt undir þegar David Okereke skoraði fyrir heimamenn strax á 11. mínútu. Gestirnir frá Mílanó voru þó ekki lengi að ná áttum og jafnaði Martínez metin aðeins tíu mínútum síðar.

Fleiri urðu mörkin ekki áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Inter var mun sterkari aðilinn í leiknum og það kom því lítið á óvart þegar Martínez skoraði annað mark sitt og annað mark Inter á 65. mínútu.

Reyndist það sigurmark leiksins sem lauk með 2-1 sigri gestanna. Inter er nú í 2. sæti Serie A með 40 stig, tíu stigum minna en topplið Napoli, tveimur meira en AC Milan og þremur meira en Lazio og Roma. Öll liðin eiga leik til góða á Inter.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.