Þessi 21 árs gamli miðjumaður setti inn áhugaverða færslu á samfélagsmiðla sína seint í gærkvöldi þar sem hann virðist vera að kveðja Brighton en enskir fjölmiðlar greindu hins vegar frá því í gærdag að félagið hefði hafnað tilboði upp á 60 milljónir punda frá Arsenal.
„Ég er stoltur af því að hjálpa Brighton með því að verða dýrasti leikmaður í sögu félagsins sem hjálpar þeim að fjárfesta í framtíðinni svo félaginu haldi áfram að ganga vel,“ er meðal þess sem Caicedo segir í færslunni.
I am grateful to Mr. Bloom and Brighton for giving me the chance to come to the Premier League and I feel I have always done my best for them. I always play football with a smile and with heart.
— Moisés Caicedo (@MoisesCaicedo55) January 27, 2023
I am the youngest of 10 siblings from a poor upbringing in Santa Domingo in Ecuador. pic.twitter.com/QLiDyDrTGo
Caicedo virðist með þessu vera að setja pressu á vinnuveitendur sína en hann hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir að hafa verið lánaður til Beerschot í Belgíu í upphafi síðasta tímabils. Hefur hann aðeins leikið 26 leiki fyrir Brighton síðan hann var keyptur til félagsins í ársbyrjun 2021.
Samkvæmt enskum fjölmiðlum vill Brighton fá yfir 100 milljónir punda fyrir Caicedo og því ber töluvert í milli í viðræðum Arsenal og Brighton.