Erlent

Loftsteinn á ógnarhraða nær jörðu en gervitungl

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Á myndinni sést leið loftsteinsins framhjá jörðu.
Á myndinni sést leið loftsteinsins framhjá jörðu. nasa

Á miðnætti mun loftsteinn þjóta framhjá jörðinni í minni fjalægð en mörg gervitungl eða um 3,600 kílómetrum frá. Litlu má því muna að steinninn skelli á jörðinni en einungis vika er liðin frá því loftsteinninn uppgötvaðist. 

Loftsteinninn sjálfur er á stærð við sendiferðabíl og mun koma að jörðu við suðurhluta Suður-Ameríku. Steinninn er áminning um að enn séu margir loftsteinar, í sæmilegri stærð, sem leynast skammt frá jörðinni og víst er að marga hverja á enn eftir að uppgötva. 

Loftsteinninn sem um ræðir  uppgötvaðist einmitt fyrir einungis viku af stjörnufræðingnum Gennadiy Borisov, sem starfar á Krímskaga. Í kjölfarið hóf hann að rannsaka stærð loftsteinsins og það sem mestu máli skipti, sporbraut hans. Vísindamenn hafa einnig gefið út að loftsteinninn, sem nefndur hefur verið BU 2023 muni koma nær jörðinni en mörg gervitungl þó litlar líkur séu á að hann rekist á nokkurt gervitungl.

Jafnvel þó að BU 2023 stefndi í átt að jörðu væru litlar líkur á að hann myndi valda nokkru tjóni. Að öllum líkindum myndi hann fuðra upp snemma eftir að hafa flogið inn fyrir lofthjúpin

Hér má lesa frétt BBC um loftsteininn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×