Innlent

Verkjalyf í verslanir: Fín hugmynd eða „alger óþarfi“?

Snorri Másson skrifar

Rætt var við borgarbúa á förnum vegi í Íslandi í dag og þeir spurðir hvernig þeim hugnaðist sú tillaga að leyfa lausasölulyf í almennum verslunum, líkt og lagt er til í nýlegu frumvarpi á Alþingi.

Þegar er heimilt að selja til dæmis Íbúfen og Paratabs í matvöruverslunum í dreifbýli þar sem tuttugu kílómetrar eru í næsta apótek, en nú er lagt til að öllum matvöruverslunum verði heimilt að selja lyfin.

Viðbrögð almennings voru misjöfn. „Alger óþarfi,“ sagði einn. „Mér líst ekki á það,“ sagði annar. Og „í fljótu bragði litist mér bara vel á það,“ segir sú þriðja.

Enn önnur er alveg sannfærð um að lyf eigi heima í apótekum. Allt annað bjóði hættunni heim. Sjá má svör viðmælendanna í innslaginu hér að ofan.

Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, sagði í Íslandi í dag að mótstaða Lyfjafræðingafélags Íslands við frumvarp um að heimila lausasölu lyfja í almennum verslunum væri ekki sprottin út frá hagsmunum lyfjafræðinga, heldur faglegum forsendum.

„Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf,“ sagði Inga Lilý.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagði í vetur fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.