Enski boltinn

Dagný og stöllur fengu skell í Bítlaborginni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham þurftu að sætta sig við tap í dag.
Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham þurftu að sætta sig við tap í dag. Tom Dulat/Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham máttu þola 3-0 tap er liðið heimsótti Everton í ensku Ofurdeildinni í fótbolta í dag.

Heimakonur í Everton byrjuðu leikinn af miklum krafti og Karen Holmgaard kom liðinu í forystu strax á þriðju mínútu. Aðeins níu mínútum síðar tvöfaldaði Megan Finnigan forystu Everton og staðan var 2-0 þegar liðin gegnu til búningsherbergja.

Það var svo varamaðurinn Agnes Beever-Jones sem gerði endanlega út um leikinn með marki á 72. mínútu og niðurstaðan því 3-0 sigur Everton.

Dagný var á sínum stað í byrjunarliði Wet Ham og lék um 80 mínútur í leik dagsins. West Ham situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki, þremur stigum á eftir Everton sem situr í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×