Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. janúar 2023 07:00 Andrés var úrskurðaður í farbann til að tryggja nærveru hans á landinu þar til afplánun hefst. Vísir/Hulda Margrét Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. Escobar lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Í febrúar á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Í dómi héraðsdóms kemur fram að aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2021 hafi Andrés brotið kynferðislega á konu á heimili sínu. Fram kemur að Andrés hafi notfært sér ástand konunnar, það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og haft við hana samræði án hennar samþykkis þar sem hún lá illa áttuð í sófa á heimili hans. Tæpum mánuði síðar, í mars greindi Vísir frá því að Andrés hefði áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þá kom fram að hann hefði verið úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Fram kom að farbannið væri í gildi til 1.september 2022. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Andrés. Heimilt að gefa út handtökuskipun Í skriflegu svari til Vísis staðfestir Guðrún Sveinsdóttir, settur saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara að farið hafi verið yfir áframhaldandi farbann yfir Andrés eftir að dómur féll í Landsrétti. Dómstólar féllust á þá kröfu ákæruvaldsins. Að sögn Guðrúnar er tilgangur farbannsins að „tryggja nærveru á meðan meðferð fyrir dómstólum stendur og þar til afplánun hefst.“ Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga ber Fangelsismálastofnun að tilkynna dómþola um dóm hans og hvenær hann skuli mæta til afplánunar. Skal það gert bréflega og með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Mæti dómþoli ekki til afplánunar á þeim tíma sem ákveðinn er í tilkynningu felur stofnunin viðkomandi lögreglustjóra að hafa upp á honum og færa hann í fangelsi. Ef einstaklingurinn er erlendis er heimilt að gefa út alþjóðlega handtökuskipun og fara fram á framsal viðkomandi frá því landi þar sem hann er staddur. Segist hafa verið beittur óréttlæti Ef marka má frásagnir fjölmiðla í Kólumbíu virðist Andrés hins vegar vera kominn aftur til heimalandsins. Síðastliðinn miðvikudag mætti Andrés í útvarpsviðtal í þættinum Deporte sin Tabujos í Kólumbíu. Þar kemur fram að hann hafi snúið aftur til Kólumbíu fyrir einum og hálfum mánuði, nánar tiltekið til Cali. „Ég er heima í Cali. Sem betur fer náðist samkomulag og ég gat farið. Ég kom til Cali fyrir mánuði síðan og er mjög ánægður í faðmi fjölskyldunnar. [...] Málið er ennþá opið, en það náðist samkomulag af mannúðarástæðum,“ segir Andrés við þáttastjórnendur. Á öðrum stað í viðtalinu segir Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Þegar Andrés er spurður nánar út í hið svokallaða „samkomulag af mannúðarástæðum“ segir hann það tilkomið fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ „Það var fyrir tveimur mánuðum. Þetta var spurning um að lifa af. Á tímabili hélt ég að ég myndi deyja,“ segir Andrés og bætir síðan við: „Ég hitti líka vin sem er mikill aðdáandi Millonarios og hann var með tengiliði á Íslandi og á Spáni og það er honum að þakka að ég komst út.“ Andrés er spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans séu. Svo virðist sem yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi sé ekki ofarlega í huga knattspyrnumannsins. Hann segist hafa fundið stuðning frá fólki. „Það fyllir mig stolti og þakklæti. Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu hafa einnig unnið fréttir upp úr viðtali Deporte sin Tabujos, þar á meðal Infobae, Public Metro, Semana, El Tiempo, og Head Topics. Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Escobar í Leikni Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis. 24. mars 2021 19:20 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Escobar lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Í febrúar á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Í dómi héraðsdóms kemur fram að aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2021 hafi Andrés brotið kynferðislega á konu á heimili sínu. Fram kemur að Andrés hafi notfært sér ástand konunnar, það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og haft við hana samræði án hennar samþykkis þar sem hún lá illa áttuð í sófa á heimili hans. Tæpum mánuði síðar, í mars greindi Vísir frá því að Andrés hefði áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þá kom fram að hann hefði verið úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Fram kom að farbannið væri í gildi til 1.september 2022. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Andrés. Heimilt að gefa út handtökuskipun Í skriflegu svari til Vísis staðfestir Guðrún Sveinsdóttir, settur saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara að farið hafi verið yfir áframhaldandi farbann yfir Andrés eftir að dómur féll í Landsrétti. Dómstólar féllust á þá kröfu ákæruvaldsins. Að sögn Guðrúnar er tilgangur farbannsins að „tryggja nærveru á meðan meðferð fyrir dómstólum stendur og þar til afplánun hefst.“ Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga ber Fangelsismálastofnun að tilkynna dómþola um dóm hans og hvenær hann skuli mæta til afplánunar. Skal það gert bréflega og með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Mæti dómþoli ekki til afplánunar á þeim tíma sem ákveðinn er í tilkynningu felur stofnunin viðkomandi lögreglustjóra að hafa upp á honum og færa hann í fangelsi. Ef einstaklingurinn er erlendis er heimilt að gefa út alþjóðlega handtökuskipun og fara fram á framsal viðkomandi frá því landi þar sem hann er staddur. Segist hafa verið beittur óréttlæti Ef marka má frásagnir fjölmiðla í Kólumbíu virðist Andrés hins vegar vera kominn aftur til heimalandsins. Síðastliðinn miðvikudag mætti Andrés í útvarpsviðtal í þættinum Deporte sin Tabujos í Kólumbíu. Þar kemur fram að hann hafi snúið aftur til Kólumbíu fyrir einum og hálfum mánuði, nánar tiltekið til Cali. „Ég er heima í Cali. Sem betur fer náðist samkomulag og ég gat farið. Ég kom til Cali fyrir mánuði síðan og er mjög ánægður í faðmi fjölskyldunnar. [...] Málið er ennþá opið, en það náðist samkomulag af mannúðarástæðum,“ segir Andrés við þáttastjórnendur. Á öðrum stað í viðtalinu segir Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Þegar Andrés er spurður nánar út í hið svokallaða „samkomulag af mannúðarástæðum“ segir hann það tilkomið fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ „Það var fyrir tveimur mánuðum. Þetta var spurning um að lifa af. Á tímabili hélt ég að ég myndi deyja,“ segir Andrés og bætir síðan við: „Ég hitti líka vin sem er mikill aðdáandi Millonarios og hann var með tengiliði á Íslandi og á Spáni og það er honum að þakka að ég komst út.“ Andrés er spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans séu. Svo virðist sem yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi sé ekki ofarlega í huga knattspyrnumannsins. Hann segist hafa fundið stuðning frá fólki. „Það fyllir mig stolti og þakklæti. Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu hafa einnig unnið fréttir upp úr viðtali Deporte sin Tabujos, þar á meðal Infobae, Public Metro, Semana, El Tiempo, og Head Topics.
Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Escobar í Leikni Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis. 24. mars 2021 19:20 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52
Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29
Escobar í Leikni Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis. 24. mars 2021 19:20
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda