Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2022 14:29 Andrés Manga Escobar með boltann í leik gegn FH á síðustu leiktíð. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. Escobar, sem er þrítugur og hefur spilað víða um heim, lék fótbolta hér á landi með Leikni Reykjavík á síðasta keppnistímabili. Hann var í síðasta mánuði dæmdur sekur um nauðgun, í héraðsdómi Reykjavíkur, en brotið átti sér stað í september á síðasta ári. Escobar hefur áfrýjað dómnum og segist í viðtali við Primer Toque saklaus. „Það er mjög erfitt fyrir mig að vita að ég sé fordæmdur í heimalandi mínu án þess að fólk viti hvað gerðist. Það eyðileggur mig alveg,“ sagði Escobar og felldi tár. En Exclusiva Andrés 'manga' Escobar habla sobre las acusaciones hechas en su contra.#PrimerToque pic.twitter.com/Xy5VTE5W15— Win Sports TV (@WinSportsTV) March 14, 2022 „Ég er beittur órétti. Ég er saklaus af öllum ásökunum. Ég vil biðja um hjálp, annað hvort frá yfirvöldum eða einhverjum sérfræðingum, því ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð. Vegabréfið mitt var tekið af mér ólöglega,“ sagði Escobar. Í dómi héraðsdóms segir að Escobar hafi notfært sér ástand brotaþola, það hað hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar, og haft við hana samræði án hennar samþykkis þar sem hún lá illa áttuð í sófa á heimili hans. Samningur Escobars við Leikni rann út við lok síðasta keppnistímabils og hann er því án félags. Hann dvelur nú í íbúð sinni hér á landi og er í farbanni þar til að mál hans verður tekið fyrir í Landsrétti. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Escobar, sem er þrítugur og hefur spilað víða um heim, lék fótbolta hér á landi með Leikni Reykjavík á síðasta keppnistímabili. Hann var í síðasta mánuði dæmdur sekur um nauðgun, í héraðsdómi Reykjavíkur, en brotið átti sér stað í september á síðasta ári. Escobar hefur áfrýjað dómnum og segist í viðtali við Primer Toque saklaus. „Það er mjög erfitt fyrir mig að vita að ég sé fordæmdur í heimalandi mínu án þess að fólk viti hvað gerðist. Það eyðileggur mig alveg,“ sagði Escobar og felldi tár. En Exclusiva Andrés 'manga' Escobar habla sobre las acusaciones hechas en su contra.#PrimerToque pic.twitter.com/Xy5VTE5W15— Win Sports TV (@WinSportsTV) March 14, 2022 „Ég er beittur órétti. Ég er saklaus af öllum ásökunum. Ég vil biðja um hjálp, annað hvort frá yfirvöldum eða einhverjum sérfræðingum, því ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð. Vegabréfið mitt var tekið af mér ólöglega,“ sagði Escobar. Í dómi héraðsdóms segir að Escobar hafi notfært sér ástand brotaþola, það hað hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar, og haft við hana samræði án hennar samþykkis þar sem hún lá illa áttuð í sófa á heimili hans. Samningur Escobars við Leikni rann út við lok síðasta keppnistímabils og hann er því án félags. Hann dvelur nú í íbúð sinni hér á landi og er í farbanni þar til að mál hans verður tekið fyrir í Landsrétti.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira