Erlent

Tíu hand­teknir eftir of­beldis­öldu í Stokk­hólmi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mynd frá vettvangi sprengjuárásar í Bagarmossen-hverfi í Stokkhólmi í byrjun árs.
Mynd frá vettvangi sprengjuárásar í Bagarmossen-hverfi í Stokkhólmi í byrjun árs. EPA/Claudio Bresciani

Tíu manns hafa verið handteknir undanfarinn sólarhring í Stokkhólmi, grunaðir um að eiga aðild að skotárásum og sprengingum sem hafa átt sér stað í sænsku höfuðborginni síðustu vikur. Talsmaður lögreglunnar segir að handtökurnar eigi eftir að verða fleiri.

Síðustu vikur hafa Svíar séð mikla aukningu í skotárásum, þá sérstaklega í Stokkhólmi. Þá hafa nokkrar sprengjur verið sprengdar þar, þar á meðal í skrifstofubyggingu í Kista og á eyjunni Södermalm.

Í samtali við sænska ríkisútvarpið segir Ola Österling, talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi, að þeir sem hafa verið handteknir hafi allir tengingar í glæpaklíkur sem starfa í borginni. 

„Með handtökunum höfum við leyst önnur mál, svo sem fíkniefnaglæpi, sem hafa leitt til ítarlegra rannsókna. Þær munu leiða til fleiri handtakna á næstunni,“ segir Ola. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×