Erlent

Tvær sprengingar í Stokk­hólmi í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Stokkhólmi telur að spreningarnar nú tengist skotárás sem gerð var á gamlársdag í hverfinu Vällingby. Myndin er úr safni.
Lögregla í Stokkhólmi telur að spreningarnar nú tengist skotárás sem gerð var á gamlársdag í hverfinu Vällingby. Myndin er úr safni. EPA

Lögregla í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann í tengslum við tvær sprengingar sem urðu í nótt.

Fyrri sprengingin varð við inngang fjölbýlishúss í hverfinu Grimsta um klukkan þrjú í nótt að staðartíma og var henni lýst sem kröftugri.

Um klukkutíma síðar varð önnur sprenging í hverfinu Bagarmossen í suðurhluta borgarinnar. Þar var tilkynnt um minni sprengingu í stigagangi fjölbýlishúss.

Talsmaður Stokkhólmslögreglunnar, Ola Österling, segir að miklar skemmdir hafi orðið á fjölbýlishúsinu í Grimsta. Sprengjusérfræðingar og tæknimenn lögreglu eru nú að störfum við húsið, auk þess að verið er að ræða við íbúa í húsinu.

Österling segir að lögregla telji að sprengingin nú tengist skotárás í hverfinu Vällingby á gamárskvöld þar sem einn lést og tveir særðust.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×