Ardern segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 06:41 Ardern ásamt unnusta sínum Clarke Gayford eftir blaðamannafundinn í morgun. AP/New Zealand Herald/Mark Mitchell Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. „Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum. Nýja-Sjáland Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
„Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum.
Nýja-Sjáland Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira