Ardern segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 06:41 Ardern ásamt unnusta sínum Clarke Gayford eftir blaðamannafundinn í morgun. AP/New Zealand Herald/Mark Mitchell Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. „Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum. Nýja-Sjáland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
„Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum.
Nýja-Sjáland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira