Erlent

Rússar á heræfingu í Belarús

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rússneskur herflugmaður í Su-25 herþotu yfir Úkraínu. 
Rússneskur herflugmaður í Su-25 herþotu yfir Úkraínu.  AP/Rússneska varnarmálaráðuneytið

Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim.

Æfingin hefur vakið áhyggjur Úkraínumanna um að Belarús, eða Hvíta Rússland, ætli að blanda sér í stríðið í Úkraínu með afgerandi hætti eða að Rússar hefji nýja sókn þaðan.

Stjórnvöld í Belarús halda því fram að um varnaræfingu sé að ræða en þó óttast menn aukinn liðssöfnuð Rússa í landinu sem er svipuð þróun og var áður en Rússar réðust upphaflega inn í Úkraínu.

Rússar þvertaka fyrir að þeir séu að reyna að draga Belarús inn í stríðið, en forseti landsins Alexander Lukashenko sem er einn einarðasti stuðningsmaður Vladimírs Pútín hefur áður sagt að Belarús ætli ekki að taka þátt í stríðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×