„Hræðilegt á að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 08:00 Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool eftir leik í gær og bað þá afsökunar. Vísir/Getty Jurgen Klopp man ekki eftir verri leik hjá Liverpool undir hans stjórn en í 3-0 tapleiknum gegn Brighton í gær. Lið Liverpool var yfirspilað löngum köflum í leiknum í gær. Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“ Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira