Enski boltinn

Jóhann Berg spilaði seinni hálfleikinn í sigri Burnley

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jóhann Berg á ferð með Burnley fyrr í vetur.
Jóhann Berg á ferð með Burnley fyrr í vetur. Vísir/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í hálfleik þegar topplið Burnley vann 1-0 sigur á Coventry í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í dag. 

Burnley hefur átt góðu gengi að fagna í Championship deildinni í vetur og stefnir ótrauða á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Það stefndi lengi vel í markalaust jafntefli í leiknum í dag en Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í hálfleik í dag. Louis Bayer skoraði hins vegar eina mark leiksins á 82.mínútu og tryggði Burnley sjöunda sigurinn í röð í deild.

Eftir tuttugu og sjö umferðir er Burnley með fimm stiga forystu á toppnum og það eru heil fjórtán stig niður í þriðja sætið en tvö efstu lið deildarinnar fara beint upp í úrvalsdeildina.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton sem vann 3-0 sigur á Portsmouth á heimavelli í League One deildinni á Englandi. Jón Daði fór meiddur af velli á 37.mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×