Enski boltinn

„Rashford hafði truflandi áhrif á varnarlínuna“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dómaratríóið fékk að heyra það frá Man City í leikslok.
Dómaratríóið fékk að heyra það frá Man City í leikslok. vísir/Getty

Pep Guardiola, stjóri Man City, var auðmjúkur í viðtali eftir að hafa séð lið sitt tapa nágrannaslagnum gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta var mjög góður leikur. Við spiluðum vel. Þeir eru ótrúlegir í skyndisóknum (e. Transition). Hamingjuóskir til þeirra. Ég er stoltur af því að koma hingað og spila eins og við spiluðum. Þeir refsuðu okkur grimmilega,“ sagði Guardiola.

Jöfnunarmark Man Utd í leiknum hefur vakið mikið umtal en Marcus Rashford var klárlega rangstæður þegar Bruno Fernandes slapp í gegn og skoraði. 

Leikmenn Man City létu öllum illum látum í leikslok og gerðu aðsúg að dómaratríóinu en Guardiola vildi ekki segja of mikið í viðtali eftir leik.

„Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Guardiola og leit frekar inn á við.

„Við vorum ekki nógu beittir fram á við. Það var ekki nógu góð tenging á milli manna.“

Man City eru ríkjandi Englandsmeistarar og eru nú í erfiðri stöðu í titilbaráttunni við Arsenal þar sem lærisveinar Mikel Arteta geta aukið forskot sitt upp í átta stig með því að vinna Tottenham á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×