Enski boltinn

Ödegaard besti leikmaður mánaðarins í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Ödegaard er fyrirliði toppliðs Arsenal.
Martin Ödegaard er fyrirliði toppliðs Arsenal. Getty/Julian Finney

Martin Ödegaard, fyrirliði toppliðs Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, var kosinn besti leikmaður deildarinnar í nóvember og desember.

Ödegaard skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fjórum leikjum í nóvember og desember en mánuðirnir eru teknir saman af því að stór hluti þeirra beggja fór undir HM í Katar.

Ödegaard var sá leikmaður sem bjó til flest mörk fyrir sitt lið í ensku úrvalsdeildinni í þessum tveimur mánuðum. Með þessu hjálpaði hann Arsenal að ná sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Enska deildin fór í HM-frí 13. nóvember og keppni byrjaði ekki aftur fyrr en 26. desember.

Hinn 24 ára gamli Norðmaður er fyrsti Arsenal-maðurinn til að vinna þessi verðlaun síðan Pierre-Emerick Aubameyang náði því í september 2019.

Aðrir sem komu til greina voru Casemiro, Erling Haaland, Ben Mee, Joao Palhinha, Marcus Rashford, Bukayo Saka og Kieran Trippier.

Hingað til hafa verið valdir bestu leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni þeir Erling Haaland hjá Manchester City (ágúst), Marcus Rashford hjá Manchester United (september) og Miguel Almiron hjá Newcastle (nóvember).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×