Erlent

Forstjóri olíufyrirtækis næsti for­seti COP28

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Dr. Sultan er næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
Dr. Sultan er næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna aðsend

Forstjóri Olíufyrirtækis og forystumaður í stofnun Hringborðs Norðurslóða verður næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28 sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ársins.

Sá heitir Dr. Sultan Al Jaber en hann var á meðal lykilaðila við stofnun hringborðsins og hefur setið í heiðursráði þess í rúman áratug. 

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Hringborðs Norðurslóða segir „að hann sé einnig iðnaðarráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnaði stofnun Masdar frá árinu 2008 en það er eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði fjárfestinga í hreinni orku.“

Samkvæmt fréttum Forbes og Bloomberg er doktorinn forstjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC) sem er eitt umsvifamesta olíufyrirtæki heims.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Á fimmta tug full­trúa Ís­lands á COP27

Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×